Foreldrafélag

 

Foreldrafélag 2022

 

Foreldrafélög eru lögbundin skv. 9 gr. Laga um grunnskóla nr. 91/2008.

Í Kópavogsskóla starfar öflugt foreldrafélag sem hefur það hlutverk að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda, efla tengsl heimilis og skóla, hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfinu og veita aðhald og eftirlit.

Hvar á ég að fylgjast með? Foreldrafélagið er með starfrækta facebook-síðu og eins instagram reikning. Þá má alltaf hafa samaband í gegnum netfang félagsins, foreldrafelag.kopavogsskoli@gmail.com

 

Stjórn foreldrafélags Kópavogsskóla skólaárið 2022-2023 skipa:

Formaður:

Guðrún Birna Guðmundsdóttir

Varaformaður og Samkópsfulltrúi:

Lilja Guðrún Sæþórsdóttir

Gjaldkeri:

Sigurbjörg Ellen Helgadóttir

Ritari

Oddný Assa

Foreldraröltsfulltrúi:

Margrét Huld Einarsdóttir

Kynningarfulltrúi:

Þórdís Björt Sigþórsdóttir

Meðstjórnandi:

Inga Birna Bjarnadóttir

Meðstjórnandi:

Jón Orri Jónsson

Meðstjórnandi:

Dísa Jónsdóttir

 

 

Varðandi utanumhald nefnda þá verður það svo hljóðandi:

 

Laufabrauðsnefnd:

Öryggisnefnd:

Dægradvalarnefnd:

Jólanefnd:

Vornefnd:

Öskudagsnefnd: 

Útskriftarnefnd (9. bekkur): (kaffihlaðborð á útskrift 10 bekkinga)

Útskriftarferðanefnd (10. bekkur):

 

Umsýsla Hrekkjavöku:

 

Markmið félagsins er að stuðla velferð og vellíðan allra barna í skólanum, að kennsla og tómstundastarf í skólanum sé eins og best verður á kosið og efla samvinnu heimilis og skóla.


Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a. :

  • Efla samstarf foreldra og starfsfólks skólans,
  • Standa fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun til foreldra og eftir atvikum starfsfólks skólans eftir því sem tilefni gefst til og kostur er á,
  • Styðja við starfsemi skólans með því að kynna sér kennsluhætti og uppeldismarkmið skólans, fylgjast með skólastarfinu og koma á framfæri rökstuddum óskum um breytingar og styðja við framkvæmd þeirra.
  • Styðja eftir megni félags- og tómstundastarf nemenda.

Stjórn foreldrafélagsins er kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn skal að vori ár hvert, eigi síðar 15. maí.

Formaður er kosinn sérstaklega auk fimm meðstjórnenda.

 

fáni