1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Kópavogsskóla. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi.
2. gr.
Félagar geta verið allir foreldrar og forráðamenn barna í Kópavogsskóla.
3. gr.
Markmið félagsins er að stuðla velferð og vellíðan allra barna í skólanum, að kennsla og tómstundastarf í skólanum sé eins og best verður á kosið og efla samvinnu heimilis og skóla.
Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a. :
4. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn að vori ár hvert, eigi síðar 15. maí og skal hann boðaður með a.m.k. 7 daga fyrirvara með auglýsingu í skólanum, á heimasíðu skólans og með tölvupósti til foreldra/forráðamanna, eða á annan tryggilegan hátt. Kosningarétt á aðalfundi félagsins hafa þeir foreldrar sem mæta á fundinn.
Störf aðalfundar eru:
Um störf aðalfundar sem og störf annarra stofnana foreldrafélagsins gilda almennar reglur um fundarsköp. Einfaldur meirihluti atkvæða fundarmanna ræður úrslitum um afgreiðslur mála.
5. gr.
Stjórn félagsins er skipuð 6 foreldrum Stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti en því að formaður er kjörinn á aðalfundi.
6. gr.
Með foreldrafélaginu skulu starfa bekkjarstjórnir fyrir hvern bekk. Á skólakynningarfundum í september skulu foreldrar kjósa a.m.k. þriggja manna bekkjarstjórn til eins árs í senn. Bekkjarstjórnin skiptir með sér verkum. Fundurinn ákveður hvort og hvernig varamenn skuli kosnir.
Verksvið bekkjarstjórnar foreldra er málefni hlutaðeigandi bekkjar s.s. :
Bekkjarstjórn starfar með umsjónakennara eftir aðstæðum og að teknu tilliti til kjarasamninga og starfsskyldna kennara.
7. gr.
Formenn bekkjarstjórna mynda ásamt stjórn foreldrafélagsins svonefnt "Samráð bekkjarstjórna". Samráðið skal koma saman eftir þörfum á starfstíma skóla, þó ekki sjaldnar en tvisvar á hverju skólaári, ásamt stjórn Foreldrafélagsins, skólastjórnendum og eftir atvikum skólaráði til að samræma störf bekkjarstjórnanna og fá yfirsýn yfir foreldrastarfið í skólanum. Stjórn Foreldrafélagsins er jafnframt stjórn samráðsins.
Samráðið getur ennfremur skipað í ákveðnar nefndir til að sinna tilteknum verkefnum.
8. gr.
Tillögur um lagabreytingar skulu tilkynntar í aðalfundarboði og lagðar fram skriflega á aðalfundi. Einfaldur meirihluti atkvæða fundarmanna nægir til samþykktar á lagabreytingum.
Ákvæði til bráðabirgða.
Lög þessi öðlast gildi við samþykkt þeirra á aðalfundi og falla þá eldri lög úr gildi.
Þannig samþykkt á aukaaðalfundi þann 4. maí 2009.