Kópavogsskóli leggur áherslu á að nemendur komi með hollt og gott nesti. Holl næring á skólatíma stuðlar að betri árangri nemenda í námi og leik og getur einnig verið mikilvæg leið til að efla heilsu nemenda. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og mataræði getur því haft áhrif á bæði lærdómsgetu og hegðun. Við leggjum mikla áherslu á að morgunhressing sé holl og samkvæmt ráðleggingum Embættis Landlæknis. Við drekkum vatn með hádegismat og í morgun- og síðdegishressingu.
Kópavogsskóli er hnetulaus skóli því hér eru nemendur sem eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum
Nemendum er ekki heimilt að koma með gos, orkudrykki, sælgæti og sætabrauð í nesti.
Ef nemendum er boðið upp á að taka með sér sparinesti er verið að tala um snakk/popp og safa.
Leyfilegt er að koma með smákökur á aðventunni.
Einstaka sinnum eru árgangar með hlaðborð og má þá koma með kökur af ýmsu tagi og safa, en ekki gos.