Heimanám

Kópavogsskóli leggur áherslu á að heimanám hafi skýr og tilgreind markmið. Mikilvægi heimanáms felst að stærstum hluta í aukinni þjálfun í lestri og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hver greinakennari sér um skipulag á yfirferð markmiðsþátta námsefnisins og ákveður það efni sem vinna skal í skóla og hvort nauðsynlegt sé að vinna verkefni utan skólans. Alltaf er tekið tillit til þeirra einstaklinga sem eru hægir í vinnubrögðum og ef um heimanám er að ræða er það aðlagað að þeim í samráði við foreldra. Foreldrum er bent á að hafa samband við viðkomandi kennara ef þeir telja heimanám of mikið eða of lítið hjá sínu barni

Tilgangur

Heimnám er þjálfun í vinnubrögðum sem nýtast seinna í námi og starfi. Með heimanámi verður til ákveðin tenging milli náms í skóla og heimilis. Með heimnámi undirbýr nemandi sig fyrir kennslu og/eða lýkur verkefnum sem byrjað var á í skólanum.

Umfang

Heimanám þarf að einstaklingsmiða og miðað er við að það taki ekki meira en 1 klst. á dag að jafnaði hjá elstu nemendunum en minna hjá þeim yngri.

Skipulag

Námsáætlun er birt í Mentor. Í sumum námsgreinum á elsta stigi er um að ræða áætlun til nokkurra vikna þar sem nemendur skipuleggja sjálfir nám í skóla og heima. Í öðrum er heimanámið skipulagt fyrir ákveðnar kennslustundir.  Mikilvægt er að heimanám fyrir komandi viku sé komið inn í Mentor fyrir föstudag.