Rýmingar- og viðbragðsáætlun

Rýmingaráætlun

Á hverju skólaári fara kennarar yfir rýmingaráætlun með nemendum sínum og skólastjórnendur með starfsmönnum skólans. Tvær rýmingaræfingar eru framkvæmdar á hverju skólaári, önnur fyrir áramót og hin eftir áramót. Að æfingum loknum er farið yfir hvernig til tókst og lögð áhersla á að leiðrétta það sem betur má fara. Veturinn 2017-2018 voru allar öryggisteikningar af skólahúsnæðinu endurgerðar og rýmingarleiðir og öryggistæki gerð meira áberandi en á eldri teikningum.

Rýmingaráætlun við eldsvoða og/eða öðru hættuástandi

  1. Þegar eldvarnakerfi skólans fer í gang fara nemendur í röð inni í stofunni en bíða þar til
  2. bjalla er endurræst og gengur stöðugt.
  3. Kennari athugar hvaða útgönguleið er fær og velur alltaf stystu leiðina.
  4. Ef allar útgönguleiðir á gangi eru lokaðar á að halda kyrru fyrir í stofunni og kennari gerir vart við sig í glugga.
  5. Kennari stendur við dyr kennslustofu og sér til þess að allir nemendur yfirgefi stofuna. Nemendur fylgja kennara á fyrirfram ákveðið svæði. Vanti einhvern nemanda skal tilkynna það til deildarstjóra skólans.
  6. Þegar út er komið yfirfara deildarstjórar og ritari nafnalista með kennurum. Skólastjóri eða staðgengill hans gefur síðan fyrirmæli um hvað skal gera.
  7. Nemendur halda hópinn þar til annað er ákveðið. Óheimilt er að yfirgefa skólalóðina nema að fyrirmælum skólastjóra.

 

  • Við dyr allra kennslustofa eiga að vera vasar með bekkjarlistum og vasaljósi sem kennari skal taka með sér.

  • Kennarar kynna nemendum þau svæði (svæði A er leikvöllur við Skólatröð og svæði B er völlur við Vallartröð) sem þeir eiga að safnast saman á. Svæði A er alltaf fyrsti valkostur nema reyk leggi yfir það.

  • Ritari skal ávallt taka með sér nemendaskrá og fjarvistaskrá þegar hann yfirgefur bygginguna.

  • Deildarstjórar fara strax út.

  • Kennarar loka stofuhurðum á eftir sér til að loka af reyksvæði.

  • Stuðningsfulltrúar og skólaliðar taki sér stöðu við útidyr.

  • Kennarar list- og verkgreinahópa sjá til þess að nemendur sömu deildar myndi einn

    hóp þegar út er komið.

    Ritari skal sjá um skráningu á starfsmönnum er út er komið.