Áfallaáætlun Kópavogsskóla inniheldur verklagsreglur ef upp koma slys eða dauðsföll sem hafa beina tengingu í skólasamfélagið. Í áfallateymi skólans sitja skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, sálfræðingur, námsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur. Þegar vitneskja hefur borist um mál sem fellur undir áfallaáætlun skólans fundar áfallateymið eins fljótt og auðið er og tekur ákvörðun um næstu skref. Áfallaáætlunina má nálgast hér.
Kópavogsbær er með ýmsar verklagsreglur sem tengjast áföllum og þær er hægt að nálgast á heimasíðu Kópavogsbæjar.