Foreldrafélag skólans er einnig með öryggisnefnd og upplýsingar um hana er að finna hér.
Umhverfisdeild Kópavogsbæjar hefur eftirlit með skólalóðum leik- og grunnskóla bæjarins og starfsmenn deildarinnar koma reglulega og yfirfara leiktæki og annað slíkt. Húsvörður og skólaliðar fylgjast einnig með og koma boðum áleiðis ef lagfæringa er þörf. Ef foreldrar verða varir við bilanir í tækjum eða þörf á lagfæringum eru þeir beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans, s. 4413400, eða senda tölupóst (kopavogsskoli@kopavogur.is).
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í desember 2019 reglur um eftirlitsmyndavélar í grunnskólum Kópavogs. Frá upphafi árs 2020 hefur verið unnið að uppsetningu vélanna í grunnskólum bæjarins og gert ráð fyrir að myndavélar verði settar upp í Kópavogsskóla sumarið 2021. Hér eru nánari upplýsingar um eftirlitsmyndavélar: