Nýr reglugerð um starf grunnskóla hefur tekið gildi og nær til 30. apríl. Stærsta breytingin er gagnvart starfsfólki því nú mega starfsmannahópar stækka úr 20 í 50 einstaklinga í sama rými. Fjarlægðarmörk þurfa þó að ná 1 metri og því mikilvægt að gæta að öllum sóttvörnum. Stærð nemendahópa í sama rými má fara í 150 einstaklinga og í Kópavogsskóla er það auðleyst. Áfram verða hömlur á aðgengi foreldra en þurfi foreldri að hitta kennara að máli í skólanum er það sjálfsagt mál. Aðeins þarf að bóka fundartíma og kennari tekur á móti foreldri við útidyr. Við gerum ráð fyrir árshátíðum árganga og stefnan er að foreldra yngri barna geti tekið þátt í þeim hér í skólanum. Nánari upplýsingar um það verða sendar af árgangakennurum.