Þann 12. janúar 1949 var fyrsti kennsludagur í nýju og núverandi húsnæði Kópavogsskóla.
Á þeim 70 árum sem síðan eru liðin hafa orðið gríðarlegar breytingar á öllu sem viðkemur skólastarfi, bæði hvað varðar kennsluhætti og allt skólaumhverfið.
Í tilefni af áfanganum verður afmælishátíð í skólanum föstudaginn 25. janúar kl. 16:00-18:30.
Í athöfn í sal skólans verður fjallað um sögu skólans í nútíð og fortíð af aðilum sem tengjast skólanum með einhverjum hætti. Nemendur skólans eru þessa dagana að undirbúa sýningar í stofum sínum. Þar verður hægt að skoða verkefni dagsins í dag og skoða myndir og muni frá fyrri tíð.
Gestum verður boðið upp á afmælisköku og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gamlir nemendur skólans eru sérstaklega velkomnir.
Guðmundur Ó. Ásmundsson skólastjóri