Fræðsla um netöryggi frá SAFT

Fimmtudaginn 7. nóvember kemur Skúli Bragi Geirdal frá SAFT með fræðslu til nemenda í 4.-10. bekk um netöryggi og fer fræðslan til þeirra fram á skólatíma frá kl. 8:30. Kl. 20-21 verður svo fræðsla til foreldra sem Skúli Geir heldur og fer fræðslan fram í matsal skólans. Við hvetjum alla foreldra til þess að mæta og fræðast. Einnig bendum við á góða og gagnlega síðu SAFT, www.saft.is. Fræðslan er í boði SAMKÓP, samtaka foreldrafélaga í Kópavogi.