Miðvikudaginn 12. febrúar verður foreldraviðtalsdagur og að vanda munu nemendur 10. bekkjar verða með kaffi og kökusölu. Nemendur eru með þessu að safna fyrir útskriftarferð sinni sem farin verður í byrjun júní. Við hvetjum alla til þess að líta við hjá þeim.