Þriðjudaginn 4. mars verður opinn skólaráðsfundur í Kópavogsskóla á milli kl. 17:30 og 18:30.
Þórdís Bragadóttir skólasálfræðingur Kópavogsskóla verður með erindið "Samskipti í fjölskyldum barna með ADHD". Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri á velferðarsviði Kópavogsbæjar segir frá þjónustu sem veitt er af velferðarsviði og barnavernd sem snýr að farsæld barna.
Við hvetjum alla foreldra til að mæta í sal skólans á þennan fræðslufund.