Skólabyrjun

Nú styttist í fyrsta skóladag nemenda sem er þriðjudagurinn 25. ágúst. Ekki verður hefðbundin skólasetning á sal vegna þeirra takmarkana sem eru í gildi og skólinn verður því miður áfram lokaður foreldrum sem geta aðeins komið að útidyrum með börnum sínum. Frá því er sú undantekning að foreldrar barna í 1. bekk verða boðaðir í einstaklingsviðtöl og hitta kennara ásamt barni sínu í skólastofu. 

Skólabyrjunin verður þriðjudaginn 25. ágúst sem hér segir:

  • Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl símleiðis og mæta á tilgreindum tíma

  • Kl. 09:00:

    • Nemendur 2. bekkjar mæta við anddyri við íþróttahús og fara í stofur 206 og 208

    • Nemendur 3. bekkjar mæta við anddyri við íþróttahús og fara í stofur 202 og 204 

    • Nemendur 4. bekkjar mæta við aðalanddyri og fara í stofur 203 og 205.

  • Kl. 10:00:

    • Nemendur 5. bekkjar mæta við Stjörnuborg og Skýjaborg

    • Nemendur 6. bekkjar mæta við aðalanddyri og fara í stofur 105 og 107

    • Nemendur 7. bekkjar mæta við aðalanddyri og fara í stofur 101 og 103

  • Kl. 11:00:

    • Nemendur 8. bekkjar mæta við unglingainngang og fara í stofu 120

    • Nemendur 9. bekkjar mæta við unglingainngang og fara í stofu 221

    • Nemendur 10. bekkjar mæta við unglingainngang og fara í stofu 122

Umsjónarkennarar munu boða nýja nemendur (aðrir en 1. bekkingar) við skólann í skólakynningu fimmtudaginn 20. ágúst kl. 15:00.

Ef forráðamaður þarf að hitta starfsmenn er hægt að bóka tíma með því að hafa samband við viðkomandi starfsmann sem tekur á móti forráðamanni við útidyr.

Nánari upplýsingar verða sendar á viðkomandi árganga með mentorpósti.