Nú er komin svohljóðandi tilkynning frá Almannavörnum:
,,Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.”
Skólastjóri hvetur foreldra til að halda börnum sínum heima því þó skólinn verði opinn er óljóst hve margir starfsmenn komast til vinnu.
Biðjum foreldra að skrá fjarvistir barna á mentor til að auðvelda okkur að halda utan um fjölda barna sem hugsanlega koma í skólann. Valmöguleikinn er ,,Veikindi" en það verður leiðrétt og breytt í ,,Leyfi" af ritara skólans.
ATH. Það er EKKI gert ráð fyrir að frístund verði opin eftir hádegi.
Sjá nánar á Facebooksíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins