Öllum árgöngum verður kennt samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. maí. Mötuneytið verður opið og frístund verður opin og engar hömlur á neinu hvað börnin varðar. Einu takmarkanirnar eru að fullorðið fólk þarf að virða 2 metra regluna í sínum samskiptum. Því þarf að loka á aðgengi foreldra að skólanum og þeir geta aðeins komið að útidyrum sem verða læstar eftir að skóli hefst að morgni. Einnig verður sú breyting að nemendur komast ekki inn í skólahúsið fyrr en kl. 7:50.
Ekki er ljóst hvort af verkfalli verður en það á að hefjast kl. 12:00 þriðjudaginn 5. maí. Ef af því verður verður skólanum lokað frá og með miðvikudeginum 6. maí nema fyrir nemendur 10. bekkjar sem eru að útskrifast í júní. Þeim verður kennt samkvæmt stundaskrá. Nánari upplýsingar sendar um leið og staðan skýrist.