Næstu vikur verða "tæknileikar" í skólanum okkar. Kennarar, stjórnendur og nemendur læra saman á tæknina og "hringekjur" verða settar í gang þar sem nemendur fara á milli svæða. Hringekjurnar ná yfir mismarga daga eftir árgöngum en þær verða einungis í gangi hluta af skóladegi nemenda í hvert skipti. Við hefjum leikinn n.k. mánudag 26. nóvember á unglingastigi og endum síðan leikana þriðjudaginn 11. desember.
Kristín Björk Gunnarsdóttir, Anna Ingibergsdóttir og Bergþóra Þórhallsdóttir styðja við þátttakendur og allir læra saman eitthvað nýtt til að nýta í námi og kennslu.
Myndir frá tæknileikunum er að finna á læstri myndasíðu skólans.