Vegna veðurviðvörunnar frá Almannavörnum - miðvikudagur 5. febrúar
05.02.2025
Vegna veðurviðvörunnar sem Almannavarnir hafa gefið út fyrir daginn í dag (appelsínugul viðvörun), sjá
https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk mun kennslu ljúka í Kópavogsskóla hjá nemendum á miðstigi kl. 13:50 og hjá nemendum á unglingastigi kl. 13:20.
Varðandi nemendur í Frístund, viljum við hvetja þá foreldra til að sækja börnin sín tímanlega. Við hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að fylgjast með fréttamiðlum og tölvupósti frá skólanum varðandi veðurspá fyrir morgundaginn.