Fjölþjóðadagar í skólanum

Fjölþjóðadagar eru í skólanum í dag og á morgun, föstudag. Þá er nemendum skipt í hópa þvert á árganga og vinna þau ólík verkefni á stöðvum. Nemendur í 9. og 10. bekk stjórna stöðvavinnu og nemendur í 8. og 9. bekk halda utan um yngri nemendur og koma þeim á milli staða. Gaman hefur verið að sjá hversu vel þau eldri halda utan um þau yngri og passa upp á þau. Verkefnin hafa verið fjölbreytt, hreyfistöðvar, kennileiti ýmissa þjóða, þjóðarréttir landa, fánavinna, verkefni tengd Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og svona mætti lengi telja. Þessir dagar eru alltaf skemmtilegir og fjölbreyttir og gaman að sjá nemendur skólans vinna saman.