Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Kópavogsskóla.
(English below)
Á morgun fimmtudag 6. febrúar er spáð rauðri viðvörun frá kl. 8:00 – 13:00. Á fundi menntasviðs með almannavörnum í dag var ákveðið að gefa út eftirfarandi skilaboð til foreldra á meðan á viðvörun stendur.
Leikskólar og grunnskólar verða opnir í fyrramálið en aðeins með lágmarksmönnun til að taka á móti börnum sem gætu þurft að mæta í skólann af ýmsum ástæðum. Foreldrar eru hinsvegar hvattir til að halda börnunum sínum heima og hefðbundið skólastarf fellur niður. Skólastarf hefst að nýju upp úr kl. 13:00 þegar áætlað er að rauð viðvörun falli úr gildi og þá er stefnt á að Frístund geti tekið á móti nemendum sem þar eru skráðir.
Vinsamlegast sendið póst á mig gudnys@kopavogur.is ef barnið/börnin ykkar þurfa að mæta svo hægt sé að tryggja fullnægjandi mönnun með þeim starfsmönnum sem búa næst skólanum.
Athugið að fylgjast með veðurspá í kvöld og í fyrramálið, veður og og viðvaranir geta breyst með skömmum fyrirvara. Ef eitthvað breytist varðandi veðrir í fyrramálið sendi ég ykkur upplýsingar í tölvupósti.
Bestu kveðjur
Guðný
Dear parents/guardians of children at Kópavogsskóli
Tomorrow, Thursday, February 6, a red weather warning is expected from 8:00 -13:00. At a meeting between the Department of Education and Public Safety today, it was decided to issue the following message to parents.
Kindergartens and elementary schools will be open on Thursday morning, but only with minimal staffing to accommodate children who may need to attend school for various reasons. However, parents are encouraged to keep their children at home and formal school operations are cancelled. School starts again from 13:00, when the red alert is scheduled to expire and then it is planned that Frístund will be able to receive the pupils registered there.
Please send me an email at gudnys@kopavogur.is if your child/children need to attend so that adequate staffing can be ensured with the employees who live closest to the school.
Pay attention to the weather forecast tonight and tomorrow, weather and warnings can change at short notice. If anything changes regarding the weather this morning, I will send you information via email.
Best regards
Gudny