Ár hvert taka nemendur í 8. og 9. bekk þátt í Pangea stærðfræðikeppninni. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka. Undanfarin ár hafa nemendur Kópavogsskóla gengið mjög vel í keppninni og í ár náðu alls sjö nemendur í úrslit, fjórir úr 8. bekk og þrír úr 9. bekk. Úr 8. bekk voru það þeir Birkir Freyr Pétursson, Elmar Andrés Elíasson, Kelvin Bell Nguyen og Stefán Dagur Pálmason sem komust áfram í úrslit. Úr 9. bekk komust þau Auður Hákonardóttir (vantar á mynd), Jörundur Elí Björnsson og Skarphéðinn Þór Hjaltason áfram í úrslit. Við óskum öllum til hamingju með keppnina og flottan árangur.