Grunnskólum lokað

Á fundi með ráðherrum í Hörpu fyrr í dag voru kynntar ráðstafanir vegna fjölgunar COVID smita í samfélaginu. Grunnskólum verður lokað frá og með morgundeginum (25. mars) og því eiga nemendur ekki að mæta í skólann á morgun, fimmtudag, og á föstudaginn. Allar árshátíðir falla niður og einnig lokakeppni upplestrarkeppni 7. bekkjar. Nánari upplýsingar um framhald grunnskólastarfs verða sendar um leið og þær liggja fyrir.

 

Heilbrigðisráðuneytið - helstu atriði