Verkfall Eflingar hefur veruleg áhrif á skólastarfið og Kópavogsskóli skipuleggur starf allra árganga með tilliti til þess að ekki verði verkfallsbrot. Íþróttakennsla verður í öllum árgöngum samkvæmt stundaskrá og í 1.-5. bekk er búið að skipuleggja örlitla útikennslu á skólalóð. Aðgengi að salernum er takmarkað en salerni í íþróttahúsum eru aðgengileg og einnig í nýju kennslustofunum á skólalóðinni. Árgangarnir eru að fá kennslu í 4-6 kennslustundir á viku miðað við skipulagið en það verður að taka mið af vinnuskipulagi kennara. Umsjónarkennarar árganga senda skipulagið til foreldra og nánari upplýsingar um hvað verður gert. Til að gæta alls öryggis er mikilvægt að foreldrar tilkynni til skólans ef nemendur mæta ekki í kennslustundir því Kópavogsskóli verður að hafa yfirsýn yfir nemendur sína. Skipulagið er unnið fyrir næstu 2-5 daga og á eftir að taka breytingum ef ekki rætist úr.