Erlendur Egilsson sálfræðingur í Kársnesskóla hefur í vetur verið með fræðslufundi fyrir foreldra barna í Kársnesskóla. Fundirnir hafa yfirheitið ,,Kvöldkaffi sálfræðings" en hver fundur er með afmarkað efni. Nú hefur Kópavogsskóli gert samkomulag við Kársnesskóla og foreldrum barna í Kópavogsskóla velkomið að mæta á fundina. Næsti fundur verður í sal Kársnesskóla þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00-21:00 og ber yfirskriftina ,,Að æfa þakklæti og samkennd". Yfirlit yfir fundina má sjá hér en athygli er vakin á að fundirnir hafa verið færðir frá miðvikudagskvöldum yfir á þriðjudagskvöld.