Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um skólastarf grunnskóla og hún tekur gildi á morgun 10. desember. Það er ein grundavallarbreyting og hún er að nú er ekki lengur skylda fyrir nemendur í 8. – 10. bekk að vera með grímur þó tveggja metra fjarlægðarmörk náist ekki. Kennarar á unglingastigi og aðrir starfsmenn sem koma að stiginu þurfa áfram að vera með grímur ef fjarlægðarmörk nást ekki.
Skólastarfið verður, fram til jóla, með sama hætti og verið hefur undanfarnar vikur og því verða engar breytingar á stundaskrám og skólinn verður áfram hólfaskiptur eftir árgöngum. Nemendur í 1.-4. bekk geta þó farið beint í kennslustofur að morgni og þurfa því ekki að bíða við útidyr.
Það leggjast allir á eitt um að ná að halda gleðileg jól og starfsfólk skólans mun áfram leggja áherslu á sóttvarnir og lítinn samgang nemenda. Grímur verða áfram í boði fyrir nemendur unglingastigs því þeim er að sjálfsögðu áfram heimilt að vera með þær í skólanum kjósi foreldrar þeirra það.