Ath: Skólahald hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. maí þó samkomubanni ljúki ekki fyrr en degi seinna.
Stjórnarráðið hefur gefið út með hvaða hætti grunnskólar landsins eiga að starfa eftir að samkomubanni lýkur í byrjun maí. Margt af því er einfalt í framkvæmd en annað er háð aðstæðum í hverjum skóla og getur verið töluvert flókið í útfærslu. Það sem er hér fyrir neðan á við um kennslu og kennluskipulag en áfram er unnið í að leysa 2 metra regluna hvað starfsmenn varðar. Foreldrar komi aðeins að útidyrum skólans áfram!
- Kennsla allra deilda í kennslustofum
- Kennsla í list- og verkgreinastofum
- Sundkennsla í Kópavogslaug
- Íþróttakennsla í íþróttahúsi Kópavogsskóla og í Smáranum/Fífunni
- Frímínútur
- Skólaferðalög - styttri ferðir
- Bókasafn opið
- Nemendur fara á milli stofa samkvæmt stundaskrá
- Valáfangar á unglingastigi kenndir fram til 15. maí
- Sálfræðingur og talmeinafræðingur vinna samkvæmt sínu skipulagi
Enn er ekki búið að útfæra starfsemi mötuneytis og frístundar en unnið er í því.