Í gær fór fram lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi og fór keppnin fram í Salnum. Fyrir hönd Kópavogsskóla kepptu þau Helena Kristín Hermannsdóttir og Sölvi Már Kjartansson. Varamaður var Rakel Máney Rúnarsdóttir. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og var lesturinn virkilega góður. Við óskum þeim til hamingju með góða keppni.