Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram föstudaginn 28. febrúar síðastliðinn.
 
Nemendur höfðu undirbúið sig vikurnar á undan með sínum umsjónarkennurum og kepptu 10 nemendur 7. bekkjar í sal Kópavogsskóla. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Daðeyju Sigþórsdóttur deildarstjóra stoðþjónustu, Önnu Þórðardóttur sérkennara miðstigs og Birnu Vilhjálmsdóttur sérkennara unglingadeildar hlýddu á og dæmdu. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og var dómurum vandi á höndum.
 
Eftir mikla yfirlegu stóðu þau Helena Kristín Hermannsdóttir og Sölvi Már Kjartansson uppi sem sigurvegarar og aðalmenn og munu keppa fyrir hönd Kópavogsskóla í Upplestrarkeppni Kópavogs sem haldin verður í Salnum miðvikudaginn 26. mars n.k. Rakel Máney Rúnarsdóttir var valin sem varamaður hinna tveggja og mun æfa með hinum fyrir keppnina og verður þá tilbúin til þess að stíga inn ef annað hvort hinna forfallast. Hlynur Þorsteinsson, leikari og kennari í stuttmyndagerð mun þjálfa þessa þrjá nemendur fram að aðalkeppninni.
Við þökkum öllum nemendur fyrir þátttökuna og óskum þeim til hamingju með góða keppni og árangur.