Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

Í gær fór fram lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi og fór keppnin fram í Salnum.

Skólaskátmót Kópavogs

Skólaskátmót Kópavogs stendur yfir 25.-27. mars í Glersalnum við Kópavogsvöll og er það haldið á vegum skákdeildar Breiðabliks.

Starfsdagur á morgun, 12. mars

Starfsdagur verður á morgun, 12. mars og verða því nemendur í fríi.

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram föstudaginn 28. febrúar síðastliðinn. Nemendur höfðu undirbúið sig vikurnar á undan með sínum umsjónarkennurum og kepptu 10 nemendur 7. bekkjar í sal Kópavogsskóla. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Daðeyju Sigþórsdóttur deildarstjóra stoðþjónustu, Önnu Þórðardóttur sérkennara miðstigs og Birnu Vilhjálmsdóttur sérkennara unglingadeildar hlýddu á og dæmdu. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og var dómurum vandi á höndum.

Fjölþjóðadagar í skólanum

Fjölþjóðadagar eru í skólanum í dag og á morgun, föstudag. Þá er nemendum skipt í hópa þvert á árganga og vinna þau ólík verkefni á stöðvum.

Opinn skólaráðsfundur

Þriðjudaginn 4. mars verður opinn skólaráðsfundur í matsal Kópavogsskóla á milli kl. 17:30 og 18:30.

Kaffi og kökusala nemenda í 10. bekk

Miðvikudaginn 12. febrúar verður foreldraviðtalsdagur og að vanda munu nemendur 10. bekkjar verða með kaffi og kökusölu. Nemendur eru með þessu að safna fyrir útskriftarferð sinni sem farin verður í byrjun júní.

Skólahald í dag, fimmtudaginn 6. febrúar

Ekkert skólahald verður í Kópavogsskóla í dag, fimmtudaginn 6. febrúar. Frístundin opnar kl. 13:10 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar. Vinsamlegast látið Ásthildi í Frístund vita hvort að barnið ykkar kemur svo hægt sé að manna og skipuleggja fyrir þann hóp. (sjá póst frá Ásthildi til foreldra barna sem eru skráðir í Frístund).

Fimmtudagurinn 6. febrúar - rauð veðurviðvörun

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Kópavogsskóla. (English below) Á morgun fimmtudag 6. febrúar er spáð rauðri viðvörun frá kl. 8:00 – 13:00. Á fundi menntasviðs með almannavörnum í dag var ákveðið að gefa út eftirfarandi skilaboð til foreldra á meðan á viðvörun stendur. Dear parents/guardians of children at Kópavogsskóli Tomorrow, Thursday, February 6, a red weather warning is expected from 8:00 -13:00. At a meeting between the Department of Education and Public Safety today, it was decided to issue the following message to parents.

Rauð veðurviðvörun miðvikudaginn 5. febrúar

Eftirfarandi póstur kom frá Almannavörnum ríkisins.