12.03.2025
Starfsdagur verður á morgun, 12. mars og verða því nemendur í fríi.
05.03.2025
Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram föstudaginn 28. febrúar síðastliðinn.
Nemendur höfðu undirbúið sig vikurnar á undan með sínum umsjónarkennurum og kepptu 10 nemendur 7. bekkjar í sal Kópavogsskóla. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Daðeyju Sigþórsdóttur deildarstjóra stoðþjónustu, Önnu Þórðardóttur sérkennara miðstigs og Birnu Vilhjálmsdóttur sérkennara unglingadeildar hlýddu á og dæmdu. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og var dómurum vandi á höndum.