18.03.2021
Kæru foreldrar/forráðamenn barna sem hefja skólagöngu í Kópavogsskóla haustið 2021
Hér á eftir eru upplýsingar um það sem framundan er fyrir verðandi skólabörn í 1. bekk Kópavogsskóla. Hér finnið þið jafnframt upplýsingar um vorskólann sem og frístundaheimilið Stjörnuna sem er lengd viðvera fyrir nemendur eftir að skóla lýkur á daginn.
Nemendur sem skráðir eru í 1. bekk haustið 2021 koma tvisvar í heimsókn í skólann nú í vor. Einnig stendur þeim til boða að koma í vorskóla í maí.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur, eiga gott samstarf og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í Kópavogsskóla.
Sjáumst í skólanum!
Bergdís Finnbogadóttir, deildarstjóri
03.02.2021
Foreldrar geta nálgast óskilamuni í anddyri (við íþróttahús) skólans alla fimmtudaga kl. 14-15. Ef sá tími hentar illa er hægt að hafa samband við skrifstofu skólans og finna hentugan tíma í samráði við húsvörð.